Laga þessa síðu

Píratar styðja með ánægju við bakið á nýjum félögum um land allt í framkvæmd félagsstarfsins s.s. fundi og kynningar, meðal annars er í boði að fá límmiða, hnappa og annað kynningarefni

Hafið samband við Fjölmiðlunarhóp Pírata áður en framleiðsla hefst. Fjölmiðlunarhópur Pírata aðstoðar við gerð og miðlun efnis, vefhópurinn tekur við efni á vefinn og bókunum á Tortuga á tortuga@piratar.is

Leiðbeiningar fyrir kosningakerfið

Í hvaða kjördæmi er ég?

Innskráning - leiðbeiningar (myndbönd)

 

Hönnunarstaðall

Hönnunarstaðall Pírata inniheldur viðmiðunarreglur fyrir útlit á útgefnu efni Pírata.

Hugmyndin er að ásýnd Pírata sé stílhrein og samræmd út á við svo að efni sé auðþekkjanlegt og styrki skilaboð flokksins. Einnig er hönnunarstaðallinn hugsaður sem tímasparnaðartól fyrir Pírata þegar kemur að því að skapa kynningarefni.

Hönnunarstaðall Pírata var uppfærður í mars 2016, vinsamlega notið leturtýpurnar í nýja staðlinum í stað gamla letursins (League Gothic) sem var notað áður.
Letur fyrir fyrirsagnir er Montesarrat og meginmálsletur er Merriweather

Merki Pírata

Merki Pírata er það sama og hjá alþjóðahreyfingunni nema með viðbættum flöttum þorski.

Leturgerð

Letur Pírata eru Montserrat og Merriweather. Þau eru gefin út undir SIL Open Font Licence.

Fyrirsagnaletur: Montserrat (Ná í Montserrat letrið frítt á FontSquirrel)

Meginmálsletur: Merriweather (Ná í Merriweather letrið frítt á FontSquirrel)