Laga þessa síðu

Saga Pírata

Píratar á Íslandi voru stofnaðir þann 24. nóvember 2012. Þeir byggja á hugmyndafræði Piratpartiet frá Svíþjóð sem Richard Falkvinge setti á fót þann í janúar 2006 vegna aðkallandi þarfar á lagaramma utan um höfundarrétt á Internetinu. Nú starfa Píratahreyfingar í meira en sextíu löndum. Áherslur eru mismunandi eftir þjóðum en ákall Pírata um gegnsæi í stjórnsýslu og verndun og eflingu borgaralegra réttinda er undirstaða Pírata um allan heim.

Píratar buðu fram í þingkosningum á Íslandi árið 2013 og fengu 5% fylgi. Þrír Píratar tóku þá sæti á Alþingi; Helgi Hrafn Gunnarsson, Birgitta Jónsdóttir og Jón Þór Ólafsson. Jón Þór steig til hliðar árið 2015 og tók Ásta Guðrún Helgadóttir við hans í stað. Píratar á þingi skipta með sér ábyrgðarhlutverkum og sinna á víxl hlutverki þingflokksformanns.

Árið 2014 tóku Píratar þátt í sveitarstjórnakosningum víða um land og fékkst einn kjörinn fulltrúi í Reykjavík. Þar hafa Píratar haldið uppi öflugu starfi og nú þegar haft umtalsverð áhrif á þróun og stöðu upplýsingamála og mótun þjónustustefnu borgarinnar.

Aðildarfélög

Búið er að stofna félög Pírata víðsvegar um landið sem öll tengjast í gegnum móðurfélagið. Hafðu samband eða kíktu undir Aðildarfélög hér að ofan til að finna Pírata í þínu sveitarfélagi.

Staðsetning

Flutt var inn í nýjar höfuðstöðvar Pírata, Tortuga, í mars 2017 en áður vorum við til húsa úti á Granda. Heimilisfangið er Síðumúli 23, 108 Reykjavík, gengið inn frá Selmúla.

Þar eru flestir grasrótarfundir haldnir og allir velkomnir.  Einstaka sinnum eru fundir lokaðir og þess er þá getið sérstaklega í viðburðadagatalinu sem finna má hér á síðunni. Tortuga er aðgengilegt fyrir fólk sem notar hjólastól og mörgum fundum er streymt á YouTube síðu Pírata og á facebook. Eins og flest annað í grasrótarhreyfingunni Pírötum er vinna við streymi sjálfboðin.

Þingflokkurinn

Grasrót

Lög og vinnureglur

Heimilisfang

Píratar, Síðumúla 23 (gengið inn frá Selmúla), 108 Reykjavík
Póstfang: Pósthólf 42, 121 Reykjavík
Sími: 546-2000
Netfang: piratar(at)piratar.is
kt. 461212-0690
Reiknisnr.1161-26-4612