Laga þessa síðu

Kjósendur geta flett upp hvar á kjörskrá þeir eru á kosning.is og hvaða kjördæmi / undirþingi þeir tilheyra á kosningakerfi Pírata x.piratar.is

Kjördæmissamráð fyrir Alþingiskosningar 2017

Kjördæmisráð starfa samkvæmt lögum Pírata. Starfssvæði hvers kjördæmisráðs fylgir skiptingu kjördæma á Íslandi

Upplýsingar um prófkjör til Alþingis 2017

Netfang kjördæmissamráðs er Profkjor2017@piratar.is

Meðmælendalistar

Hér eru eyðublöð til að safna undirskritum fyrir meðmælendur fyrir komandi þingkosningar ásamt upplýsingum um hversu marga meðmælendur þurfi að hafa í hverju kjördæmi. Sjálfboðaliðar eru beðnir um að skila þeim í félagsheimili Pírata þegar þau fyllast af undirskriftum eða eigi síðar en 10. október næstkomandi

Staðfest eyðublöð til notkunar við söfnun undirskrifta fyrir kosningar 2017

Reykjavík Norður og Suður

Suðvestur

Suðurkjördæmi

Norðausturkjördæmi

Norðvesturkjördæmi

Fulltrúar Pírata í kjörstjórnum

Landskjörstjórn
Björn Þór Jóhannesson (aðal)
Tinna Rut Isebarn (vara)

Yfirkjörstjórnir
Suðurkjördæmi:
Hrafnkell Hallmundsson (aðal)
Álfheiður Eymarsdóttir (vara)

Suðvesturkjördæmi:
Eysteinn Jónsson (aðal)
Hafþór Sævarsson (vara)

Reykjavík suður:
Sunna Rós Víðisdóttir (aðal)
Helgi Bergmann (vara)

Norðvesturkjördæmi:
Elís Svavarsson (aðal)
Eiríkur Þór Theodórsson (vara)

Kjördæmisráð Pírata hafa ekki verið skipuð fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018.

Lærdómur af prófkjörshaldi 2016 var kynntur á aðalfundi Pírata ágúst 2017


Kjördæmisráð Pírata fyrir Alþingiskosningar 2016

Kjördæmisráð sameiginlegs prófkjörs Höfuðborgarkjördæmanna
(Reykjavík Norður, Reykjavík Suður og Suðvesturkjördæmi)

Þórgnýr Thoroddsen, Hildur Björg Vilhjálmsdóttir, Sigurður Pálsson og Lukka Björg Þorgímsdóttir

 

Kjördæmisráð Norðvesturkjördæmis

Stefán Ólafur Stefánsson (maja83), Lilja Magnúsdóttir, Jóhann Kristjánsson

Kjördæmisráð Norðausturkjördæmis

Kristrún Ýr Einarsdóttir, Björn Leví Gunnarsson og Þorsteinn Sigurlaugsson

Kjördæmisráð Suðurkjördæmis

Fanný Þórsdóttir, Guðmundur Arnar Guðmundsson og Hrafnkell Brimar Hallmundsson.


Um kjördæmisráð í lögum Pírata

14. Þáttaka í kosningum

14.1. Þátttaka í kosningum er á ábyrgð aðildarfélaga á kjörsvæði. Hafi aðildarfélögum innan kjördæmis til Alþingiskosninga ekki komist saman um annað skal starfa kjördæmisráð skipað einum fulltrúa fyrir hvert sveitarfélag þar sem Píratar hafa starfsemi. Starfi engin aðildarfélög innan kjördæmis til alþingiskosninga er framkvæmdaráði heimilt að standa fyrir kjöri á lista fyrir það kjördæmi. Skulu allir félagsmenn Pírata hafa kosningarétt í slíku kjöri. Þeir sem raðast í fimm efstu sæti listans bera ábyrgð á þátttöku hans í kosningum.

14.2. Framkvæmdaráð annast samræmingu kosningabaráttu á landsvísu í samráði við aðildarfélögin. Framkvæmdaráð er heimilt að útbúa kosningastefnuskrá fyrir Alþingiskosningar út frá samþykktri stefnu.

14.3. Heimilt er að stofna til kosningabandalags við Alþingiskosningar. Aðildarfélögum er heimilt að veita samskonar heimild í lögum sínum hvað varðar sveitarstjórnarkosningar.