Hið árlega Padel jólamót Fjölskyldu og Vina 2025

Góðir hálsar, þá er komið að því, skráning er hafin á hið árlega Padel jólamót sem haldið er í Orihuela Costa!

Á síðasta ári var gríðarleg ásókn og því komust færri að en vildu!

Eins og venjulega mun mótið fara fram milli jóla og nýárs, nánar tiltekið 27-30. desember 2025.

Það er því ekki til setunnar boðið að skrá sig strax, því þetta er fyrstur kemur fyrstur fær!

Þetta mót inniheldur allt saman:
Ættarmót, Padelmót, Jólamót, Áramót, you name it!

Líkt og áður munu verðlaun vera veitt fyrir bestu frammistöðu, skemmtun og liðsheild, jafnt og aðra eftirtektarverða frammistöðu.

Í tilefni Stóru-Brandajóla er tilvarið að nýta þessi einstaklega hentugu fríjól og skrá sig núna!

UMSAGNIR SÍÐASTA ÁRS

Vá hvað þetta var gaman - Sóley, 19 ára
Geggjað - Gunnar, aðeins eldri
DJÖFULL ER GAMAN AÐ SPILA VIÐ FÓLK Á SÍNU LEVELI - Fanney Þóra, mjög peppuð
Mjög fínt - Dagbjört, minna peppuð
Var þetta ekki bara gaman? - Jón Ari, sigurvegari síðasta árs

Myndir síðasta árs

Smellið á myndirnar til að skoða allt albúmið á Google Photos

Mynd frá Padelmóti 2024

Heyrt á vellinum...

Ég kem pottþétt aftur á næsta ári!
Frábært mót og mótshaldarar eru alveg til fyrirmyndar - Einhver.. vonandi
Hvað eiga þau eiginlega marga padel spaða? Nóg til að lána öllum hérna..