Góðir hálsar, þá er komið að því, skráning er hafin á hið árlega Padel jólamót sem haldið er í Orihuela Costa!
Á síðasta ári var gríðarleg ásókn og því komust færri að en vildu!
Eins og venjulega mun mótið fara fram milli jóla og nýárs, nánar tiltekið 27-30. desember 2025.
Það er því ekki til setunnar boðið að skrá sig strax, því þetta er fyrstur kemur fyrstur fær!
Þetta mót inniheldur allt saman:
Ættarmót, Padelmót, Jólamót, Áramót, you name it!
Líkt og áður munu verðlaun vera veitt fyrir bestu frammistöðu, skemmtun og liðsheild, jafnt og aðra eftirtektarverða frammistöðu.
Í tilefni Stóru-Brandajóla er tilvarið að nýta þessi einstaklega hentugu fríjól og skrá sig núna!